Fríið byrjaði afar vel en eftir þriggja tíma flug var lent í borginni við Sundin. Við áttum heimboð hjá Guðrúnu og Vidda og tók hún á móti okkur þegar við komum út. Færði hún Áslaugu þennan glæsilega blómvönd. Þegar við komum heim til þeirra tóku á móti okkur Gulla systir og Gúndi. Það var þörf á því að við systkynin föðmuðumst og kysstust auk þessa að taka spjall um Barcelónu ferðina okkar í næsta mánuði. Eftir glæsilegan kvöldverð Vidda var setið að spjalli fram undir miðnætti.
Eftir góðan nætursvefn vaknaði ég í hlaðið morgunverðarborð hjá Guðrúnu en framundan er flug áfram til Dubai og Hanoi. Brottför verður kl. 15:35 og ekki í neitt smáræðis flugvél enda sitjum við í sætaröð 70! Meira um það síðar.