Það er ekki svo tæknilegt á mörgum að gististöðum að hægt sé að komast á netið inni í húsunum sem gist er í. Þegar við vorum hér síðast var mjög stöpul nettenging víða en nú er allt annað uppi á teningnum. Að vísu getur verið að fara þurfi í afgreiðsluna til að ná besta sambandinu eða frá veitingastaðnum. Af þeim sökum eru þið að lesa þessa pistla í samræmi við þá flutningsgetu sem í boði er hverju sinni. Að vísu þurftum við að komast til Zimbabwe til að geta póstað myndum og því eru pistlarnir svona seint á ferðinni.
Við lögðum snemma af stað ef þannig mætti að orði komast. Klukkan var tíu þrátt fyrir að við mættum öll í morgunmat um sjö. En þrátt fyrir að allir mættu snemma og ætluðum að komast snemma af stað þá hafði orðið truflun á tenginum sem tafði töluvert að ganga frá reikingum. Löng keyrsla var framundan og var búið að boða heila 700 km leið en þegar ferðin var langt á leið komin kom í ljós að hér var einungis um rétt 500 km ferð að ræða.
Í ljósi fregna í fjölmiðlum að heiman vorum við vakandi og sofandi yfir allri þeirri örbygð og hungursneyð sem talað er um heima enda höfðum við þrjú sem áður bjuggum í þessu landi aldrei orðið þess vör. Okkur skildist að ástandið hefði versnað til mikilla muna frá því við bjuggum þar og því var “ótti” okkar mikill.
Að keyra í gegnum svæðið að höfuðborginni og norður í land rétt norður af Otavi sáum við þvílíka uppbyggingu til hægri og vinstri sama hvert litið var. Svæði sem við áður höfum séð fólk búa í hreysum voru nú komin nýtísku fjölbýlishús. Ég upplifði þetta nokkuð eins og ef ég hefði verið uppi á þeim tímum þegar íslenska þjóðin var að komast upp úr torfkofum og í vistarverur sem við þekkjum í dag.
Við vorum síðast hér 2014 og þvílík breyting! Þau svæði sem við höfðum farið um eru þvílíkt búin að breytast og hér áður fyrr þótti okkur vegakerfið gott en þvílíkt sem það hefur breyst. Ef við íslendingar værum á sama stað og Namibía er í dag væri þjóvegurinn til Akureyrar á allt annan hátt en við þekkjum í dag. Það er alveg klárt að Reykjanesbrautin væri tvöföld alla leið og það sem meira er að hún væri lýst beggja vegna. Vonandi tekst okkur að komast þangað einn daginn.
Við keyrðum um 27 km malarveg til baka inn á hraðbrautina inn til höfuðborgarinnar en þar ætlum við að stoppa á bakaleiðinni og því var einungis ekið í gengum borgina. Næst stoppuðum við í Okahandia en sá staður er þekktur fyrir trémarkaðinn sem þar er. Allir íslendingar sem þekkja þann markað frá því fyrr á árum sjá miklar breytingar á allri aðkomu til bæjarins þótt sömu tjöldin og sama prúttið á sér enn til stað þar. Að sjálfsögðu gat ég ekki látið það vera að líta ekki við á markaðnum og taka smá törn á prúttinu. Endaði með þremur hlutum en einn þeirra var meira sökum meðaumkun en að mig langaði í hlutinn. Ég hef löngum sagt sjálfum mér að sama hversu vel ég er lundaður um að bjarga heiminum þá get ég hjálpað fáum en ekki öllum.
Þrátt fyrir að mér hafi ekki tekist að versla hjá öllum eignaðist ég þó vin sem bíður í von að næst þegar ég kem að ég versli hjá honum. Ég ætla mér að efna það. Hann reyndi mikið að fá mig til að segja sér hvaðan ég væri. Hann spurði þessa þekktu spurninga – þjóðverjar – finnar – hollendingar. Allt í einu laust upp í honum hvor ég væri ekki frá landinu sem væri að hjálpa þeim að koma upp um spillingu þeirra stjórnmálamanna. Þá var eins og ég væri konungsborinn. Ég hef ekki fundið fyrir því að þeir beri kala til okkar íslendinga.
Reyndar held ég að þegar við vorum hér með þróunaraðstoð voru íslendingar sem ætluðu sér að græða á fátæktinni, sem þá var, en sem betur fer var það stöðvað í tíma.
Eftir stutt stopp á markaðnum var haldið áfram og ákveðið að taka einungis nauðsynleg stopp. Í einu þeirra rákumst við á bensínstöð við þjóðvegin sem ég vildi endilega að við stoppuðum við. Svo var gert og fór ég inn að kaupa okkur hjónum vatn. Þegar út kom höfðu þau sem í bílnum voru aldeilis fregnir að færa. Við hliðina á bensínstöðinni var að mér fannst vera kaffihús. Dælustrákurinn hafði sagt þeim að þar sæti Sam Nujoma fyrrum forseti og eins og þjóðin kallar hann “father of Namibia”. Ég ákvað að stökkva út og ganga þangað en fékk viðbrögð frá ferðafélögum mínum sem voru þess eðlis að ég snéri aftur til baka inn í bílinn. Bað þó um að ekið yrði þar að svo ég gæti myndað kappan en stessið var meira en ég átti von á og því var útkoman ekki í lagi. Þau hafa lofað mér að stoppa á suðurleiðinni á bensínstöð Samma.
Við komum loks um fimm leitið í áfangastað næturinnar Ohange Lodge sem er miðja vegu á milli Otavi of Tsumeb. Ef ykkur finnst þið vera rugluð á því hvar við erum þá er Google Earth staðurinn þar sem þið setið inn þessi nöfn.
Til að forðast moskítóbit var farið strax á barinn, þegar búið var að koma sér fyrir, til að fá sér G&T. Bretar voru þekktir að nota slíkan drykk sér til hjálpar í veru sinni á Indlandi. Treysti þeirri þjóð fullkomnlega fyrir lausn þessa vanda.
Nú er að kveldi komið og ný ævintýri framundan. Frásagnir berast eftir tenginum en ekki sökum leti.
0 Comments