Hér koma sögurnar sem ekki hefur verið hægt að pósta sökum nettenginga sem ekki leyfðu myndir.
Dagurinn í dag hófst á því að flytja okkur um borð í Coconut en ljóst var að við vorum ekkert á leið á sjó í dag. Veðrið var með þeim hætti að allar skútur lágu í höfn.
Eitt af mínum fyrstu verkum var að fara á skrifstofu standgæslunnar til að sækja um leyfi til að sigla skútunni á grísku hafsvæði.
Um er að ræða leyfi sem kallast DOKPA. Það var ekki alveg augljóst hvernig ætti að komast inn í bygginguna þar sem aðalinngangurinn var lokaður og læstur. Fann ég þá mann sem vísaði mér leiðina að ólæstri hurð og minnti ekki á meira en starfsmannainngang inn í fyrirtæki en ekki í höfuðstöðvar grísku strandgæslunnar hér í bæ.
Það var ósköp vel tekið á móti mér og tekið við öllum þeim pappírum sem óskað var eftir. Ég vildi sýna þeim réttindaskírteinin okkar en þeir höfðu engan áhuga á því. Ég þrá spurði hvort ég fengi ekki einhverja pappíra til að vera með en mér var sagt að svo væri ekki og við mættum sigla um allt í Grikklandi. Með það fór ég.
Við hjónin fengum okkur gögnutúr um bæinn enda ég að passa upp á að ná í a.m.k. hálftíma hreyfingu á dag. Við settumst inn á kaffihús og þar leit ég á póstinn minn og sá að Einar vinur minn hjá Víking Björgunarbúnaði hafði sent mér póst en hann hafði heimsótt hér í Lavrio skóla í eigu Norsafe Viking fyrir skömmu. Hann hafði sagt þeim frá að ég yrði þarna og vildi kíkja í heimsókn. Við hjónin skunduðum af stað og áður en við vissum af vorum við komin í skólann. Það eru sem sagt engar vegalengdir hér í bæ.
Þau í skólanum áttu ekki aukatekið orð þegar við birtumst því þau höfðu átt von á okkur einhvern tíma langt í burtistan en ekki þremur tímum eftir að tölvusamskipti áttu sér stað. Það er svo að stundum er ekki hjá því komið að blanda vinnunni við fríið enda eru öryggismál lífstíll frekar en eitthvað annað. Búnaður skólans var skoðaður hátt og lágt og áttum við John Grivas sem þar réði ríkjum gott spjall saman þar sem hugmyndir vöknuðu um samstarf á vettvangi Erasmus+ áætlunarinnar. En það var meira sem við áttum sameiginlegt og það að að taka myndir af skipum. Hann og Nikiforos fóru síðan með okkur hjónin að skoða bátakostinn og buðu okkur að fara í frífallssjósetningu en Áslaug sagðist vera tilbúin í margt en þar væru mörkin dregin í dag. Við vorum síðan kvödd með gjöfum frá Irene sem sér um skrifstofuhaldið hjá þeim.
Nú var haldið um borð þar sem við byrjuðum að snurfusa á bátnum og græja svefnaðstöðuna og búa um. Ég byrjaði á að pússa rekkverkin og er langt kominn með það verk. Vanur maður úr koparpússi gömlu skipanna. Hjónin fóru út að borða á ágætasta veitingastað og vorum komin snemma um borð.
0 Comments