Það var ákveðið að við myndum hittast í morgunmat og þar mættum við öll kl 10. Eftir góðan morgunverð var ákveðið að við skyldum heyrast síðar en ég skellti ég mér aftur á koddann og ég held Jón líka en Silla fór og skoðaði nágrennið.

Klukkan eitt fórum við af stað að skoða gamla bæinn í Riga en veðrið var heldur að breytast og farið að dropa úr lofti. Það fyrsta sem blasti við okkur þegar út úr hótelinu var komið var íslenski fáninn en í ljós kom að rétt við hótelið er aðsetur konsúlats Íslands.

Eftir dágóðan göngutúr ákváðum við að koma okkur úr rigingunni og fara í skoðunarferð um Riga og kynnast borginni.

Túrinn tók klukkutíma en við fræddumst vel um borgina. Þar má nefna að í henni búa 800 þúsund manns og konur eru í meirihluta. Við vorum upplýst um að í eina tíð ríktu svíjar hér en rússar tóku síðan við og ríktu hér í 200 ár. Við fræddumst um byggingar og trúmál en flestir er Lúterskrar trúar þegar við vorum hinsvegar búin að ákveða að þjóðin væri katólskrar trúar. Skoðunarferðir sem þessar eru því nauðsynlegar til að leiðrétta ranghugmyndir.

Að ferðinni lokinni fengum við okkur að borða léttan hádegismat sem var afar ljúffengur. Þar var sjónvarpsskjár með íþróttarás og sáum við þar íslenska skíðamann hefja keppni en þetta var endursýning frá keppni að mínu mati.

Gaman að sjá landann í sjónvarpinu.

Áfram var haldið áfram að ganga um gamla bæinn og skoða glæsilegar byggingar. Stefnan var tekin á safn um sögu Riga og siglinga og þar voru salir skoðaðir gaumgæfilega.

Nú var komið að pásu áður en haldið verður í ljúffengan kvöldverð.