Það er eins í dag að ég ætla að ljúka gærkvöldinu en þá fórum við stutt frá hótelinu til að borða. Vorum öll þreytt eftir daginn en veðrið var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Við vorum sótt á hótelið af Dmirtijs og byrjuðum við daginn á að fá okkur morgunkaffi og taka stöðuna.
Nú var komið að „sjó“æfingunni á endurmenntunarnámskeiði. Við fylgdumst þar með kennslu í notkun gúmmíbjörgunarbáta, björgunarvesta og björgunarbúninga. Látum myndirnar tala:
Nú var komið að smá pásu meðan við biðum eftir Janusi sem ætlaði að keyra okkur í bæinn þar sem við myndum hitta leiðsögumann sem ætlaði að fræða okkur um gamla bæinn í Riga. Það var ekki laust við að á leiðinni findum við tengingar við Ísland.
Við hittum leiðsögumann dagsins á einu þriggja torga Riga og átti hann eftir að fara með okkur um næstu tvo tímanna. Það verður að segjast að við fengum alveg frábæran túr og þrátt fyrir kulda á köflum þá höfum við fræðst helling um borgina.

Byrjað var að fræða okkur á siglingum um ánna Daugave og hvernig menn smíðuðu stóra pramma sem voru síðan rifnir þegar þeir komu til Riga þar sem 15 manns tók að koma þeim niður ánna en hefði tekið 35 að koma þeim til baka.

Ráðhúsi var eitt þeirra sem eyðilagt var 1941 en það var einnig endurbyggt.

Við fengum að sjá þann mikla fjölda ýmissa þjóðbúnina landsins.

Þessi eyk fannst undir húsinu sem við vorum í en þessi tré voru felld til að mynda stoðir undir hús. Þau eru hörð sem stál.

Þetta vatnslistaverk er ætlað að tjá ánna sem var ein þeirra sem mörkuðu svæðið þar sem borgin var mynduð en hún var kölluð Riga. Það er ein kenningin hvaðan nafnið kom.

Þetta listaverk er kallað „Sendiráð jólatrjáanna“ en þegar sólin skín á það glitrar stéttin í kringum það sem á að sýna gleði jólapakkanna.

Albert biskup sem í raun er upphafsmaður byggðarinnar kom hingað 1201 og hóf hann byggingu þessa kirkju 1211 en hann lifði ekki að sjá hana tilbúna enda tók það yfir hálfa öld að fullgera hana. Var á sínum tíma með stærsta orgel í heimi með 6000 pípur. Er nú meðal 15 stærstu.

Eldunaraðstaðan var mikilvægasti hluti hvers húss þar sem meðal annars kjöt var reykt í skortsteininum yfir eldinum.

Elsta skjaldarmerki Riga.

Þinghúsið.

Annað hlið Riga.

Lengsta bygging Riga sem var fyrir sænska hermenn meðan landið var undir stjórn Svíja.

Púðurturninn.

Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að finna innganginn inn í kjallarann.

Hitt hliðið til Riga.
Eftir frábæra ferð fengum við okkur í gogginn enda orðin glorsoltin eftir ferðina sem og að nú var farið að rigna að ráði.
0 Comments