Það er eins í dag að ég ætla að ljúka gærkvöldinu en þá fórum við stutt frá hótelinu til að borða. Vorum öll þreytt eftir daginn en veðrið var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Við vorum sótt á hótelið af Dmirtijs og byrjuðum við daginn á að fá okkur morgunkaffi og taka stöðuna.
Nú var komið að „sjó“æfingunni á endurmenntunarnámskeiði. Við fylgdumst þar með kennslu í notkun gúmmíbjörgunarbáta, björgunarvesta og björgunarbúninga. Látum myndirnar tala:
Nú var komið að smá pásu meðan við biðum eftir Janusi sem ætlaði að keyra okkur í bæinn þar sem við myndum hitta leiðsögumann sem ætlaði að fræða okkur um gamla bæinn í Riga. Það var ekki laust við að á leiðinni findum við tengingar við Ísland.
Við hittum leiðsögumann dagsins á einu þriggja torga Riga og átti hann eftir að fara með okkur um næstu tvo tímanna. Það verður að segjast að við fengum alveg frábæran túr og þrátt fyrir kulda á köflum þá höfum við fræðst helling um borgina.
Eftir frábæra ferð fengum við okkur í gogginn enda orðin glorsoltin eftir ferðina sem og að nú var farið að rigna að ráði.
0 Comments