Eins og fyrri daga vorum við sótt klukkan hálf níu og í dag skyldi haldið í heimsókn á skráningaskrifstofu réttinda hjá Siglingastofnun Lettlands. Hún er aðskilin frá höfðustöðvunum og þar ræður ríkjum Capt. Jazeps Spridzans. Við áttum ánægjulegan fund með honum þar sem ég tók upp umræðu um breytingar á STCW samþykktinni sem Samgöngustofa ætlar að leggja fram vegna þjálfunar sjómanna í eldvörnum. Hann var reyndar ekki alveg tilbúinn en ég vona að þegar við hittumst í London eftir mánuð verði hann búinn að skoða málið nánar. Við ræddum meðal annars sundkunnáttu sjómanna sem og STCW-F. Þegar heimsókn okkar lauk var ákveðið að dagurinn yrði helgaður sjálfstæðri skoðun okkar þriggja á borginni og verslunum enda þurftu þeir Dmitrijs og Alex að sinni fundum og öðrum mikilvægum málefnum á sínum vinnustað.
Ég fór og skoðaði markað sem er í kringum og inni í gömlum flugskýlum þjóðverja frá seinni heimstyrjöldinni en við vinnufélagarnir hittumst síðar og borðuðum saman hádegismat. Þá litum við inn á ræðisskrifstofu Íslands þar sem við meðal annars sáum mynd af nágranna mínum.
Í kvöld verður okkur boðið í grill heima hjá Dmitirjs.
0 Comments