Nú er komið að lokadegi ferðar okkar. Ekki var nein dagskrá lengur og nú tók við biðin eftir að flugið heim hæfist. Notuðum við síðustu klukkustundirnar í Riga í gönguferðir um gamla bæinn sem við voru orðin all vel kunnug.
Á leiðinni út á flugvöll varð bílstjórinn afar ánægður með að geta bent okkur á Íslandshótel og Íslandstorg.
Lent var heima eftir rólegheitaflug rétt fyrir 21 og þrátt fyrir að snjóföl væri yfir flugvellinum var afar ánægjulegt að vera komin heim en þreytt vorum við orðin.
Líkur hér frásögninni af ferð okkar sem unnt var að fara fyrir tilstilli Erasmus+ starfsmenntaáætlun Evrópuráðsins þar sem við fræddumst mikið um starfsemi Novikontas og drögum með okkur lærdóm, sem okkur mun nýtast, í farteskinu heim.
0 Comments