Við vorum nokkuð hugsi um hverja við fengjum sem ferðafélaga með okkur í dag. Úr því rættist ótrúlega skemmtilega. Auk okkr hjónanna þá voru þrjár vinkonur frá Ástralíu sem eru búnar að vera vinir í yfir hálfa öld og gott betur. Þær eru allar hjúkkur þannig að við ættum að vera í góðum málum ef eitthvað kemur uppá. Þá komu bresk hjón frá Bath ásamt tveimur börnum og að endingu feðgar frá Ísrael. Ég spurði leiðsögumanninn hvort hann vissi hvernig þessar þjóðir tengdust? Hann vissi það ekki en ég veit að við hefðum geta sungið nokkur Eurovision lög saman. Hér má sjá okkar ferðafélaga dagsins ásamt leiðsögumanni.
Ferðafélagar dagsins
233 Views
0 Comment
By: Hilmar Snorrason
Tags: