Það er ekki laust við að hjónin hafi verið orðin þreytt en nú er klukkan að verða 8 að kvöldi og hjónin komin í rúmið enda þarf að vakna snemma í fyrramálið. Dagurinn í dag hefur farið í það að skoða næsta nágrenni hótelsins og í raun og veru að rata um allra næsta nágrenni þess. Við vorum að velta því fyrir okkur hvaða veitingastaði við gætum farið á og sáum við úrvalið handan við hornið á götunni sem hótelið stendur við. Nöfn eins og BurgerKing, KFC, Poppey’s, Dominos og að ógleymdum Dunkin Doughnuts (þó það sé nú reyndar ekki matsölustaður í þeirri umræðu) voru nokkuð áberandi. Mikill fjöldi af fólki var allsstaðar og margir sem vildu eignast peningana okkar í skiptum fyrir bæði mat og túristadóti. Aðeins einum varð ágengt í iðju sinni.
Fyrsta kvöldið í Hanoi
159 Views
0 Comment
By: Hilmar Snorrason
Tags: