Þá var komið að því að fara um borð. Ég verð að segja að þetta er ekki auðvelt að segja frá í fáum orðum. Í upphafi ferðar var að sjálfsögðu farið yfir hversu litlir klefarnir væru í skipinu en ég hef nú reyndar verið í þeim minni en þessum. Ekkert internet næstu 24 tímanna og að það myndi heyrast í vélum. Við fórum síðan í mat á meðan siglt var út úr höfninni í átt að því glæsilega svæði sem Ha Long Bay er. Stoppað var í einni eyjunni þar sem útsýnið er yfir góðan hluta svæðisins. Við gengum upp 426 tröppur í 36 stiga hita og það var ekki þurr þráður á okkur þegar upp var komið. Ég segi ekki þurr þráður því ég hefði geta verið kominn úr sturtu en ekki göngu. Að því loknu fórum við í ferð á kæjökum þar sem kallinn var nú ekki alveg sáttur við stöðugleikann og því urðu færri myndir á mína myndavél en á símann hjá Áslaugu. Að því loknu fórum við í sjósund sem var mjög gaman en við vorum ekki mörg sem fórum út í enda var sundkunnátta ekki til staðar hjá öllum. Hér koma myndir frá þessum hluta ferðarinnar.
Ha Long Bay
216 Views
0 Comment
By: Hilmar Snorrason
Tags: