Loksins erum við komin eftir langt ferðalag á leiðarenda. Flogið var síðasta legginn með Boeing 777-300 og var þetta frekar eins og í síldartunnu sökum þrengsla. Það tók síðan tímana tvo að komast inn í landið. Fyrst þurfti að fylla út heilbrigðisvottorð, síðan að fá Visa inn í landið og að endingu að komast í gegnum vegabréfaskoðun. Vorum við með þeim síðustu þar í gegn en ég var látinn fara í gegnum diplomatahliðið. Þegar við komum niður í komusalinn voru töskurnar rétt að byrja að koma. Þegar út kom stóð ungur maður með nafnið mitt og var það bílstjórinn sem fór með okkur á hótelið Tirant. Lýtur vel út en nú er komið að því að fara út í göngu. Meira síðar.