Að sjálfsögðu var ekki um annað að ræða en að fara í sturtu eftir sjósundið en síðan tók við Happy Hour á barnum fyrir kvöldmat. Áður en ég fékk drykkinn minn var ég kallaður í alnudd. Ekki misskilja þetta, ég í viðeigandi undirfatnaði allan tímann. Við hjónin höfðu pantað okkur nudd en ég var fyrir mat en hún eftir mat. Við áttum einstakt kvöld með áströlsku vinkonum okkar og svo virðist sem leiðsögumaðurinn haldi að við séum hópur að ferðast saman. Hann kallaði okkur reyndar hóp af fimm en við mótmæltum harðlega til að ekki yrði neinn misskilningur. Við hjóninn og þær þrjár. Þær vilja ekki að nokkur haldi að þær séu samkynhneigðar enda tvær þeirra giftar konur 🙂
Eftir kvöldmatinn var boðið í þátttöku í karíóki eða veiðum á smokkfisk. Hvorugt var að gefa mikið af sér. Söngvarar ekki alveg að ná laglínum eða að veiðimennirnir næðu öðru en þöngulstöngum. Við hjónin fóru því í rúmið strax og Áslaug var búin í nuddinu enda verður morgundagurinn tekinn afar snemma. P.S. Myndirnar koma í öfugri röð.