Kvöldmarkaður byrjaði kl. 17 en hann er rétt hjá hótelinu okkar. Við hjónin vorum búin að ákveða að skella okkur þangað til að skoða og mynda en áður en ég vissi af var Áslaug komin í hörku viðskipti á markaðinum og allt í gegnum Eið Guðjónsen. Ekki í fyrsta skipti sem hans nafn kemur að góðum notum erlendis. Hér var verslað eitt og annað en ég síðan settur í prúttið. Myndirnar segja meira en nokkur orð frá þessum viðskiptum. Nýji vinur hennar leysti hana síðan út með nokkrum gjöfum.
Þegar lengra var haldið stökk sölukona að Áslaugu og græjaði hana upp í að prófa búnaðinn sinn. það skipti engum togum að fleiri kerlur stylltu sér upp við hlið hennar og skemmtu þær sér allar vel. Held nú að tilgangurinn hafi verið sá að fá að koma við hárið á henni enda ekki í fyrsta skipti í ferðinni sem slíkt gerist.
0 Comments