Í raun má segja að síðasti dagurinn í Rúmeníu hafi verið mánudagurinn. Þann dag var haldin ráðstefna í næst stærstu byggingu heims, þinghúsinu í Búkarest, en aðeins Pentagon er stærra. Þvílík bygging eða hitt þó heldur.
Í lok ráðstefnunnar var Milhar Fuazudeen, formaður HTW nefndar IMO, gerður að heiðursfélaga samtakanna. Þegar ráðstefnunni lauk stóð til að fara í klukkutíma skoðunarferð um borgina en ég sagði pass.
Hér erum við heiðursfélagarnir í IASST, ég og Milhar.
Pass vegna þess að ég var orðinn þreyttur enda gífurleg keyrsla búin að vera undanfarna daga. Skipuleggjendurnir voru hissa á mér að vilja ekki þyggja þennan stutta skoðunartúr sem síðar reyndist vera tveir tímar rúmir. Ég notaði tækifærið á meðan til að fá mér góðan göngutúr um nágrenni hótelsins og það á mínum forsendum. Þegar ég kom til baka á hótelið voru félagarnir að koma til baka og ekki voðalega kát. Frestað var brottför í kvöldmatinn af þessum sökum.
Við fórum síðan á góðan veitingastað þar sem hópurinn skemmti sér konunglega. Læt myndirnar segja sína sögu.
0 Comments