Sunnudagurinn er risinn upp allt of snemma. Það var ræs klukkan sjö þar sem nú skyldi haldið í víking. Það var líitð skoðað fyrstu tvo tímana því megin þorri þeirra sem í rútunni voru sáfu. Það truflaði ekki leiðsögumanninn að messa stanslaust yfir steinsofandi rútu en til að ná athygli ákvað hún eða setja í gang rúmenskan hergöngumars nokkuð hátt stillt en var snarlega látin lækka þann leik. Ég kallaði gærdaginn langan dag en það var hjómið eitt miðað við hvað þessi dagur átti eftir að bera i skauti sér.
Við byrjuðum á að skoða Medevil kastala, sem ég hafði reyndar séð áður, en það eru rústir gamals kastala. Því næst var ekið í 45 mínútur en þar var komið í bæ sem Tulcea heitir en þar fórum við um borð í skip sem sigldi með okkur um Danube ánna í heila sex tíma. Ágætis ferð reyndar og mun skemmtilegra skip sem við ferðuðumst með nú en fyrir sjö árum síðan þegar síðast var haldinn hér IASST fundur. Þegar til baka var komið litum við inn á markað sem var að loka og síðan að borða áður en næsta lota tæki við. Það var nefnilega fjögurra tíma keyrsla eftir til Búkarest en þangað komum við ekki fyrr en klukkan var korter í eitt um nóttina. Þótt margir hafi hrotið í rútunni þá auðnaðist mér ekki slíkur munaður og því var ég ekki beint kátur þegar konan í afgreiðslunni á hótelinu vildi að allur hópurinn kæmi inn og þá myndi hún afhenda lyklana. Ég sagði henni að slíkt væri ekki í boði og minn lykil strax, sem og hún gerði.
0 Comments