Wow verður orðið yfir þennan dag. Hann verður þó í nokkrum áföngum enda ótrúlega skemmtilegur. Þetta hófst allt á því að við vorum sótt á hótelið strax eftir morgunmat og það er ekki seinna en kl. 08. Rúta var komin til að sækja okkur fimm sem vorum á sama hóteli. Við hjónin og áströlsku hjúkkurnar þrjár. Þegar við komum í rútuna þá voru þar hópur af fólki sem ekki hafði verið með okkur fyrsta daginn en ekki var að sjá að þau væru svona ljón eins og við hittum fyrsta daginn. Miklu erfiðara að nálgast þau en þetta kemur örugglega. Við keyrðum í tvo tíma þar til við fengum pásu eða “happy place” sem á góðri íslenskur heitir klósett. Það var að sjálfsögðu í heimabæ leiðsögumannsins. Það var ekki vegna hans tengsla heldur var þetta rútustöð mitt á milli þar sem allar rútur stoppuðu. Við hefðum einhverju sinni kallað slíka stöð Staðarskála. Þar var fólk sem var að sauma myndir og létum við það ekki eftir okkur að styrkja ekki þetta fólk. Glæsilegt handbragð. Þar hittum við fjölskylduna frá Bath og tókst loksins að mynda hópinn en sonurinn veiktist og varð að komast á hótelið áður en ég náði að fanga hann á flögu. Tók eina fjölskyldumynd í leiðinni. Við héldum síðan áfram og fengum grenjandi rigningu en sem betur fer hætti að rigna fimm mínútum áður en við fórum úr rútunni. Hér koma síðan myndirnar.