Klukkan var rétt korter yfir fjögur að morgni þegar vekjaraklukkan vakti okkur af værum blundi. Það var fallegur morgun þegar út var komið en nú væri ferðinni haldið í suðaustur alla leið til Bangkok í Tælandi.
Tilgangur ferðarinnar var ráðstefna um öryggismál fiskimanna sem haldin verður í Sri Rahna sem er í um 100 km suður af Bangkok.
En hversvegna erum við að fara þangað? Jú það er vegna þeirra ástæðu að ég var beðinn um að vera ráðstefnustjóri á ráðstefnu sem ber yfirskriftina Fishers safety, Fishers life og er haldin á vegum FISH Platform Ltd. en ég er einn stjórnarmanna samtakanna.
Fyrsti leggur ferðarinnar var Keflavík – London en það er einungis lítill hluti af ferð okkar eða 2,5 klst. af 28 tíma ferðalagi.
0 Comments