Við höfðum lokið við öll fyrirfram gerðar áætlanir og því var dagurinn einfaldlega notaður í að skoða í verslanir. Það er skemmtilegt að sjá hvernig undirbúningur jólanna er kominn á fullt hér um slóðir. Dálítið þó ólíkt okkar undirbúningi
Hér um slóðir er snjór óþekktur en engur að síður er verið að búa til stemmingu sem líkir eftir snjó í skemmtigarði sem við lítum á.
Hér er margt öðruvísi en við eigum að venjast og vakti það ómælda ánægju mína að finna bar inni í miðri H&M verslun hér í borginni. Áslaug var í mátunarklefa þegar ég uppgötvaði þessa snilldarafþreyingu fyrir verslunarþreytta eiginmenn. Þegar hún kom úr mátunarklefanum sat ég í makindum og sötraði bjór eins og enginn væri morgundagurinn. Fyrir söngelska var möguleiki að fara í stúdíó og misþyrma hljóðfærum meðan krítarkortin glóðu.
Þar sem tengdadóttir okkar, ásamt syni, voru komin upp á fæðingadeild ákváðum við að hafa rólegan eftirmiddag og lögðumst því við sundlaugarbakkann þar sem við fengum stöðugar upplýsingar um gang mála heima.
Við tókum þá ákvörðun að fara ekki út að borða svo við misstum ekki netsambandi meðan allt væri í gangi heima og nútt barnabarn alveg að koma í heiminn. Ég skaust því út og fann pítsastað sem var í 600 metra fjarlægð frá hótelinu og þar var kvöldmaturinn okkar matreiddur.
Það var svo kl. 22:18 sem ung dama leit dagsins ljóss en þá var klukkan heima reyndar 15:18 þar sem tímamunurinn á milli okkar eru sjö tímar. Þessi unga dama fæðist þann 13. nóvember og er jafnfram sú þrettánda í röðinni í okkar litlu fjölskyldu. Deilir hún því tölunni 13 með okkur ömmu og afa því við kynntumst 13. október og fórum að sjá þá kvikmyndina Apollo 13 en þessi tala hefur verið happatala í okkar hjónabandi. Það voru því hamingjusöm amma og afi sem lögðust á koddana sína að loknum viðburðaríkum degi í lífi okkar.
0 Comments